Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   mán 27. janúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Christian McFarlane í Man City (Staðfest)
Englandsmeistarar Manchester City hafa fest kaup á bandaríska varnarmanninum Christian McFarlane.

Hann kemur til Man City frá systurfélaginu New York City FC.

McFarlane fæddist í Englandi en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var aðeins þriggja ára gamall.

Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLS-deildinni á síðasta ári og fór þá að vekja athygli frá stórum félögum í Evrópu.

Hann varð 18 ára á dögunum og mun fyrst um sinn fara í unglingalið Man City.
Athugasemdir
banner
banner