Tottenham ræðir um Dibling - Williams orðaður við Arsenal og Spurs - Arsenal leiðir kapphlaupið um Nypan
   mán 27. janúar 2025 12:35
Elvar Geir Magnússon
„Ég sé smá Thierry Henry í honum“
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Alexander mikli er hann kallaður af stuðningsmönnum Newcastle.

Snöggur og leikinn leikmaður sem er með 14 á bakinu og vægðarlaus fyrir framan mark andstæðingana. Þetta gæti verið lýsing á Arsenal goðsögninni Thierry Henry og líka sóknarmanninum Alexander Isak hjá Newcastle.

Isak er kominn með sautján deildarmörk en hann gerði tvö mörk í 3-1 endurkomusigri gegn Southampton um helgina.

„Ég sé smá Thierry Henry í Alexander Isak. Hann er svo rosalega beittur núna. Hvernig hann klárar í þessum tveimur mörkum, hann lætur þetta líta út eins og það auðveldasta í heimi,“ segir Nedum Onuoha, sérfræðingur BBC.

„Gaurinn er á eldi, í hvert sinn sem hann fær boltann í fæturna býst maður við því að eitthvað gerist. Það segir sitt um hæfileika hans."

Alan Shearer telur að það séu þrír heimsklassa sóknarmenn í ensku úrvalsdeildinni; Erling Haaland, Mohamed Salah og Isak.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 23 10 7 6 34 35 -1 37
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 23 8 9 6 34 31 +3 33
11 Brentford 23 9 4 10 42 40 +2 31
12 Man Utd 23 8 5 10 28 32 -4 29
13 Crystal Palace 23 6 9 8 26 30 -4 27
14 West Ham 23 7 6 10 28 44 -16 27
15 Tottenham 23 7 3 13 46 37 +9 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Leicester 23 4 5 14 25 49 -24 17
18 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
19 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner
banner