Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   mán 27. janúar 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Höfnuðu fyrirspurn frá Strasbourg um Fábio Carvalho
Mynd: EPA
Franska félagið Strasbourg hefur spurst fyrir um að fá portúgalska sóknartengiliðinn Fábio Carvalho á láni frá Brentford, en enska félagið hefur engan áhuga á að lána hann út í janúar.

Carvalho er 22 ára gamall og hefur komið við sögu í 21 leik á tímabilinu í öllum keppnum og komið að fimm mörkum.

Thomas Frank þjálfari Brentford ætlar að nota Carvalho á seinni hluta tímabils og hefur félagið engan áhuga á að senda leikmanninn út á lánssamningi.

Liam Rosenior, þjálfari Strasbourg, hefur miklar mætur á Carvalho eftir að hafa þjálfað hann þegar hann var á láni hjá Hull City í fyrra.

Strasbourg er í eigu sömu aðila og eiga Chelsea og gæti enska stórveldið sýnt Carvalho áhuga næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner