Belgíski fótboltamaðurinn Radja Nainggolan hefur verið handtekinn í umfangsmikilli lögregluaðgerð vegna kókaínsmygls.
Hinn 36 ára gamli Nainggolan er einn af þeim sem grunaðir eru um að standa að smygli kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópu í gegnum höfnina í Antwerpen.
Hinn 36 ára gamli Nainggolan er einn af þeim sem grunaðir eru um að standa að smygli kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópu í gegnum höfnina í Antwerpen.
Engar frekari upplýsingar hafa komið frá belgísku lögreglunni.
Handtakan á sér stað aðeins sex dögum eftir að Nainggolan samdi við belgíska B-deildarfélagið Lokeren. Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið, í 1-1 jafntefli gegn K. Lierse.
Nainggolan fæddist í Antwerpen en lék stærstan hluta leikmannaferils síns á Ítalíu, fyrir Roma og Inter. Milli 2009 og 2018 lék hann 30 landsleiki fyrir Belgíu.
Athugasemdir