Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   lau 27. febrúar 2021 16:50
Victor Pálsson
England: Ótrúlegt tap Brighton - Klúðruðu tveimur vítaspyrnum
West Brom 1 - 0 Brighton
1-0 Kyle Bartley('11)

West Bromwich Albion vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Brighton á heimavelli sínum, the Hawthorns.

West Brom þarf í raun á kraftaverki að halda ef liðið ætlar að spila áfram í efstu deild en sigurinn í dag gerir mikið.

Kyle Bartley kom inn í lið West Brom í dag og skoraði hann eina markið í dag með skalla í fyrri hálfleik.

Pascal Gross gat jafnað metin fyrir Brighton ekki löngu seinna en hann klikkaði þá á vítaspyrnu fyrir gestina og setti boltann í slá.

Eftir það virtist Brighton hafa skorað löglegt mark úr aukaspyrnu en það var dæmt af í tvígang. Lee Mason, dómari, á að hafa flautað tvisvar í flautuna sem varð til þess að markið var ekki dæmt gilt.

Brighton fékk svo annað tækifæri af vítapunktinum þegar um 15 mínútur voru eftir og þá steig Danny Welbeck upp en hann hafði komið inná sem varamaður.

Welbeck skaut hins vegar í stöngina og Brighton því búið að klikka á tveimur vítaspyrnum í þessum leik.

Fleiri urðu mörkin ekki og ljóst að stuðningsmenn Brighton verða gríðarlega súrir eftir þetta tap.

West brom er enn í 17. sæti deildarinnar eftir sigurinn en er nú með 17 stig og er átta stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner