Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 27. febrúar 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sessegnon miður sín eftir að hann þurfti að fara í aðra aðgerð
Ryan Sessegnon.
Ryan Sessegnon.
Mynd: Getty Images
Lukkan er ekki með Ryan Sessegnon, leikmanni Tottenham, í liði en hann hefur þurft að gangast undir tvær aðgerðir á stuttum tíma vegna meiðsla aftan í læri.

Hann hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjö mánuðum en hinn 23 ára gamli Sessegnon reyndi að snúa aftur í leik með U21 liði Tottenham í síðustu viku. Hann spilaði rúmlega hálftíma áður en hann fór meiddur af velli.

Það hefur gengið erfiðlega hjá Sessegnon að koma til baka en hann verður núna frá næstu tíu til tólf vikurnar og spurning hvort að hann spili eitthvað meira á tímabilinu.

„Ég er miður mín. Þegar ég sá ljósið við enda ganganna þá lenti ég í öðru áfalli," segir Sessegnon í yfirlýsingu.

Sessegnon segist ætla að gera allt sem hann getur til að snúa aftur sterkari til baka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner