Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Estevao fer á HM áður en hann skiptir til Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Táningurinn umtalaði Estevao mun ganga til liðs við Chelsea í sumar eftir að hann heldur upp á 18. afmælisdaginn sinn.

Estevao verður 18 ára í lok apríl en hann mun þó ekki ganga til liðs við Chelsea fyrr en seint í sumar, eftir að HM félagsliða lýkur.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að þetta sé markmiðið hjá brasilíska ungstirninu, sem leikur fyrir Palmeiras í heimalandinu.

Estevao er kominn með fjóra A-landsleiki fyrir Brasilíu þrátt fyrir ungan aldur og hefur verið kallaður 'Messinho' vegna líkinda sinna við brasilísku stórstjörnuna Lionel Messi.

Hann er hægri kantmaður að upplagi en vill spila sem sóknartengiliður, í holunni fyrir aftan fremsta mann.

HM félagsliða hefst 14. júní og lýkur 13. júlí. Palmeiras er þar í riðli með Porto, Al-Ahly og Inter Miami.

Chelsea tekur einnig þátt í keppninni og er eitt af tveimur liðum frá Englandi, ásamt Manchester City. Hver þjóð fær mest að hafa tvo fulltrúa á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner