Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Þorri Þorbjörnsson (Fram)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sá efnilegasti.
Sá efnilegasti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg.
Daði Berg.
Mynd: Víkingur
Aldrei í vondu skapi.
Aldrei í vondu skapi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lalli Gré.
Lalli Gré.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lucas Bergvall, fínn spilari.
Lucas Bergvall, fínn spilari.
Mynd: EPA
Farið illa með Breka Baldurs.
Farið illa með Breka Baldurs.
Mynd: Esbjerg
Freyr öflugur í iPadnum.
Freyr öflugur í iPadnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri er fæddur árið 2006, hann er örvfættur miðvörður sem lék í fyrra sitt fyrsta heila tímabil í efstu deild. Hann er uppalinn Framari en hefur einnig verið á mála hjá FH og Lyngby. Hann var samningsbundinn Lyngby í fyrra en var keyptur til Fram síðasta sumar.

Þorri er unglingalandsliðsmaður hefur spilað 26 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann vakti athygli í fyrra fyrir öfluga frammistöðu og enska félagið QPR reyndi að kaupa hann í vetur. Í dag sýnir Þorri á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Þorri Stefán Þorbjörnsson

Gælunafn: Er kallaður Stefán af einum húmorista en annars bara Þorri

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Á móti Fylki í Lengjubikarnum árið 2022. Kom inná í þrjár mínútur og átti eina snertingu á boltann.

Uppáhalds drykkur: Lemon gatorade

Uppáhalds matsölustaður: Tokyo Sushi

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl, gerði samt samning bið mömmu og pabba þegar ég var yngri að ef ég drykki ekki áfengi fyrir tvítugt þá myndu þau splæsa í bíl fyrir mig. Besti díll sem ég hef gert.

Uppáhalds tölvuleikur: Fortnite

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Er með aleiguna í Alvo og Amaroq

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders og Better Call Saul í miklu uppáhaldi en verð að segja Friends, það toppar ekkert þá þætti.

Uppáhalds tónlistarmaður: Paul Mccartney

Uppáhalds hlaðvarp: Dr Football

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Þorsteinn Örn Kjartansson, sá drengur er alvöru froða. Nenni ekki að gefa honum þetta egóboost en verð að vera hreinskilinn.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “How is going?” frá Kirian styrktarþjálfara. Enskan er alveg að koma hjá honum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR, var kennt í æsku að hata þá og geri það enn.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Úff það er úr mörgum að velja. Ábyggilega sá besti sem ég mætti með yngra landsliðinu er Lucas Bergvall en í Bestu er það Höskuldur klárlega.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Lárus Grétarsson, væri ekki sá fótboltamaður sem ég er í dag án hans.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ragnar Bragi. Daði Berg á æfingum líka afskaplega óþolandi.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi

Sætasti sigurinn: Úrslit N1 mótsins á móti Selfossi 2018.

Mestu vonbrigðin: Tap í 4. flokki á móti KA um að komast í úrslitaleik Íslandsmótsins. Fékk rautt spjald sem átti aldrei að standa þegar við vorum 1-0 yfir eftir skallamark frá mér. Töpuðum 2-1 og ég hef eiginlega aldrei náð mér almennilega eftir þetta.

Uppáhalds lið í enska: ManU

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Bara einhvern vinstri bakvörð í staðinn fyrir Halla.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Viktor Bjarki Daðason

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Egill Otti Vilhjálmsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ein stelpa

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ætli ég segi ekki bara það sama og pabbi sagði þegar hann var í þessu sama viðtali. Banna rauðhærða.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sumarbústaðurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skoraði úr tveimur aukaspyrnum í sama landsleiknum, það var ofboðslega skemmtilegt.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mikill áhugamaður á Íslenskum körfubolta og fylgist líka af og til með Snókernum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Spænsku

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavíxlan hjá Fram í fyrra, aldrei liðið jafn óþægilega.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Orri Sveinn Segatta, Hinrik Harðarson og Patrick Pedersen. Allt menn sem ég reifst hvað mest við þegar ég spilaði við þá, væri til í að grafa stríðsöxina. Eða rífast meira.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Stefán Þór Hannesson. Hef aldrei hitt á hann í vondu skapi og hann léttir stemninguna í klefanum oft á tíðum mjög mikið.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Krissi Konn myndi smellpassa í Love Island, segir sig sjálft. Eða Freysi í Inside hjá Sidemen, mesti Ipad kid sem ég þekki.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er alveg jafnfættur.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Fred. Hann er algjört yndi.

Hverju laugstu síðast: Vona að það sé í lagi að segja þetta en ég og Daði Berg ákváðum fyrir síðustu landsliðsferð að rannsaka hversu auðtrúa Breki Baldursson fyrirliði okkar væri. Við lugum sem sagt að honum að Grímur leikgreinandi væri með ólæknanlegan sjúkdóm, að sjálfsögðu með samþykki Gríms. Það var ekki fyrr en á degi 4 þegar staffið í landsliðinu bað okkur um að binda enda á þetta þar sem Breki hafði spjallað við Hlyn sjúkraþjálfara um málið og verið alveg miður sín. Kannski aðeins of langt gengið.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Tapa

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Bruno Fernandes hvernig tilfinningin er að vera besti miðjumaðurinn í Prem.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Upp með Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner