Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 27. maí 2020 22:55
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Hann er minn Philipp Lahm
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara mjög gaman, menn voru ryðgaðir og bæði lið ábyggilega búin að vera í stífu prógrammi síðustu vikuna svo menn voru hálf þungir, en reyndu að gera sitt besta. Þetta var svona þokkalegasti leikur, Gróttumenn voru mjög sprækir og gáfu okkur mjög góðan leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., að loknum æfingaleik Víkings og Gróttu sem lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Víkingar prófuðu nýtt leikkerfi í leiknum en þeir hófu leik í 3-5-2 með þá Kára Árnason, Sölva Ottesen og Halldór Smára Sigurðsson í vörninni. Það gekk ekki betur en svo að Grótta hafði náð 0-2 forystu þegar tæpur hálftími var liðin af leiknum.

„Fótbolti er svo yndislegur að ef þú ert ekki 100% einbeittur og heldur ekki upp góðu tempói þá lendir þú bara í veseni sama á móti hvaða liði þú ert að spila. Við náðum ekki að keyra upp tempóið í fyrri hálfleik, vorum of 'sloppy' og ætluðum að taka þetta með annari en það bara þýðir ekkert þannig og það var bara frábært að fá smá lexíu.“

Fréttaritari sló á létta strengi með Arnari og spurði hvort hann hefði telft fram einum lágvaxnasta miðverði sem spilað hefur meistaraflokksleik er Dofri Snorrason var mættur í miðvörðinn í upphafi síðari hálfleik.

„En jafnframt sá klókasti," svaraði Arnar. „Dofri getur spilað hvaða stöðu sem er. Maður fer stundum illa með kappann hann er oft fyrsti maður sem að dettur úr liði en alltaf þegar hann kemur inn skilar hann sínu 200% og er bara frábær leikmaður. Hann er svona minn Philipp Lahm.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner