Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 27. maí 2020 22:55
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Hann er minn Philipp Lahm
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara mjög gaman, menn voru ryðgaðir og bæði lið ábyggilega búin að vera í stífu prógrammi síðustu vikuna svo menn voru hálf þungir, en reyndu að gera sitt besta. Þetta var svona þokkalegasti leikur, Gróttumenn voru mjög sprækir og gáfu okkur mjög góðan leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., að loknum æfingaleik Víkings og Gróttu sem lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Víkingar prófuðu nýtt leikkerfi í leiknum en þeir hófu leik í 3-5-2 með þá Kára Árnason, Sölva Ottesen og Halldór Smára Sigurðsson í vörninni. Það gekk ekki betur en svo að Grótta hafði náð 0-2 forystu þegar tæpur hálftími var liðin af leiknum.

„Fótbolti er svo yndislegur að ef þú ert ekki 100% einbeittur og heldur ekki upp góðu tempói þá lendir þú bara í veseni sama á móti hvaða liði þú ert að spila. Við náðum ekki að keyra upp tempóið í fyrri hálfleik, vorum of 'sloppy' og ætluðum að taka þetta með annari en það bara þýðir ekkert þannig og það var bara frábært að fá smá lexíu.“

Fréttaritari sló á létta strengi með Arnari og spurði hvort hann hefði telft fram einum lágvaxnasta miðverði sem spilað hefur meistaraflokksleik er Dofri Snorrason var mættur í miðvörðinn í upphafi síðari hálfleik.

„En jafnframt sá klókasti," svaraði Arnar. „Dofri getur spilað hvaða stöðu sem er. Maður fer stundum illa með kappann hann er oft fyrsti maður sem að dettur úr liði en alltaf þegar hann kemur inn skilar hann sínu 200% og er bara frábær leikmaður. Hann er svona minn Philipp Lahm.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner