Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 27. maí 2020 22:55
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Hann er minn Philipp Lahm
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara mjög gaman, menn voru ryðgaðir og bæði lið ábyggilega búin að vera í stífu prógrammi síðustu vikuna svo menn voru hálf þungir, en reyndu að gera sitt besta. Þetta var svona þokkalegasti leikur, Gróttumenn voru mjög sprækir og gáfu okkur mjög góðan leik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., að loknum æfingaleik Víkings og Gróttu sem lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Víkingar prófuðu nýtt leikkerfi í leiknum en þeir hófu leik í 3-5-2 með þá Kára Árnason, Sölva Ottesen og Halldór Smára Sigurðsson í vörninni. Það gekk ekki betur en svo að Grótta hafði náð 0-2 forystu þegar tæpur hálftími var liðin af leiknum.

„Fótbolti er svo yndislegur að ef þú ert ekki 100% einbeittur og heldur ekki upp góðu tempói þá lendir þú bara í veseni sama á móti hvaða liði þú ert að spila. Við náðum ekki að keyra upp tempóið í fyrri hálfleik, vorum of 'sloppy' og ætluðum að taka þetta með annari en það bara þýðir ekkert þannig og það var bara frábært að fá smá lexíu.“

Fréttaritari sló á létta strengi með Arnari og spurði hvort hann hefði telft fram einum lágvaxnasta miðverði sem spilað hefur meistaraflokksleik er Dofri Snorrason var mættur í miðvörðinn í upphafi síðari hálfleik.

„En jafnframt sá klókasti," svaraði Arnar. „Dofri getur spilað hvaða stöðu sem er. Maður fer stundum illa með kappann hann er oft fyrsti maður sem að dettur úr liði en alltaf þegar hann kemur inn skilar hann sínu 200% og er bara frábær leikmaður. Hann er svona minn Philipp Lahm.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir