Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. maí 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völlurinn í Úlfarsársdal ekki enn klár
Framarar þurfa að bíða aðeins lengur.
Framarar þurfa að bíða aðeins lengur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vígsluleikurinn hjá Fram í Úlfarsárdal verður ekki gegn Valsmönnum í Reykjavíkurslag á sunnudag.

Leikurinn var fyrst settur í Úlfarsársdal en núna er búið að breyta því og á hann að fara fram í Safamýri samkvæmt heimasíðu KSÍ.

Það er óvíst hvenær nýr og stórglæsilegur heimavöllur Fram í Úlfarsársdal verður klár. Planið var að spila gegn Víkingum þar fyrr í þessum mánuði en því þurfti að breyta. Núna er einnig búið að færa leikinn gegn Val.

Fram hefur fengið undanþágu til þess að spila fyrstu leiki sína í sumar í Safamýri, en það er leikvangur sem er ekki löglegur í efstu deild karla.

Eins og staðan er núna, þá verður fyrsti heimaleikur Fram á nýjum heimavelli eftir landsleikjahlé þann 20. júní gegn ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner