Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 16:20
Aksentije Milisic
2. deild: Fyrsti sigur KV staðreynd - Hörmuleg byrjun hjá KF
Ingólfur skoraði.
Ingólfur skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikið er í fjórðu umferð í annari deild karla í dag en tveir leikir eru búnir. Höttur/Huginn átti að mæta Haukum einnig en þeim leik var frestað.


Í Vesturbænum mættu þjálfaralausir Sindra menn í heimsókn en Óli Stefán Flóventsson er í tímabundnu leyfi en ekki er ljóst hvort hann muni halda áfram með liðið.

KV vann sinn fyrsta sigur í dag en Ingólfur Sigurðsson og Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson komu KV í tveggja marka forystu áður en Ivan Paponja lagaði stöðuna á 77. mínútu. KV er því með fjögur stig eftir fjóra leiki eins og Sindri.

Þá gekk hörmulegt gengi KF áfram en liðið tapaði 1-0 á útivelli gegn Þrótti Vogum. Adam Árni Róbertsson gerði eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu í upphafi leiks.

KF er í neðsta sæti deildarinnar með núll stig og markatöluna -10. Þróttur Vogum er með sjö stig í þriðja sæti deildarinnar.

KV 2 - 1 Sindri
1-0 Ingólfur Sigurðsson ('4 )
2-0 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('61 )
2-1 Ivan Paponja ('77 )

Þróttur V. 1-0 KF
1-0 Adam Árni Róbertsson ('2)


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Dalvík/Reynir 22 13 6 3 45 - 23 +22 45
2.    ÍR 22 13 2 7 55 - 28 +27 41
3.    KFA 22 11 8 3 45 - 24 +21 41
4.    Þróttur V. 22 11 5 6 42 - 30 +12 38
5.    Víkingur Ó. 22 11 5 6 42 - 34 +8 38
6.    Höttur/Huginn 22 10 3 9 34 - 38 -4 33
7.    Haukar 22 9 4 9 36 - 36 0 31
8.    KFG 22 9 3 10 41 - 40 +1 30
9.    Völsungur 22 8 1 13 33 - 38 -5 25
10.    KF 22 8 1 13 36 - 49 -13 25
11.    Sindri 22 4 5 13 25 - 53 -28 17
12.    KV 22 2 3 17 18 - 59 -41 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner