Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 27. maí 2023 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Ásta Eir sátt: Held að ég skori á svona þriggja ára fresti
Ásta Eir fagnar marki sínu í dag.
Ásta Eir fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög þroskuð og góð frammistaða hjá okkur. Það er gott að vinna sannfærandi. Mér fannst við eiga það inni," sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, eftir 7-0 sigur gegn Fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Það var búist við sigri Breiðabliks fyrir leik þar sem Fram er í Lengjudeildinni en þetta var virkilega sannfærandi hjá Blikum. Fyrsta markið skoraði Kópavogsliðið á fyrstu mínútu og fylgdi liðið því vel eftir.

„Bikar er bara bikar, þú veist aldrei og þetta eru alltaf 50/50 leikir. Það er gott að klára þetta svona sannfærandi, þetta var mjög öruggt og gott."

Ásta, sem fékk á dögunum verðlaun frá Breiðabliki fyrir 250 mótsleiki fyrir félagið, skoraði í dag en það gerist ekki á hverjum degi.

„Það er mjög gaman að því, það gerist ekki oft. Ég held að ég skori á svona þriggja ára fresti. Ég var mjög sátt að pota inn einu. Núna er ég aðeins að hitna og fer að bæta í," sagði Ásta létt en hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem hún ræðir meira um það hvernig sumarið hefur verið að byrja hingað til.
Athugasemdir
banner
banner