
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var valin besti leikmaður kvennaliðs West Ham á þessari leiktíð en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag.
Dagný, sem fékk fyrirliðabandið fyrir tímabilið, skoraði ellefu mörk fyrir West Ham á leiktíðinni er liðið hafnaði í 8. sæti WSL-deildarinnar.
Hún spilaði 27 leiki í öllum keppnum og völdu stuðningsmenn West Ham hana sem besta leikmann tímabilsins eða Hamar ársins.
Þúsundir stuðningsmanna tóku þátt í valinu og völdu hana besta en Kate Longhurst var í öðru og Lisa Evans í þriðja.
„Heiður að fá þessa viðurkenningu. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn á tímabilinu, hann skipti mig miklu máli. Þessi síðari hluti tímabilsins var ekki eins og við vildum hafa hann en gott að enda tímabilið með því að spila góðan fótbolta í dag. Hlakka til að hefja nýtt tímabil,“ sagði Dagný á Twitter í kvöld.
Your 2022/23 Hammer of the Year... ????
— West Ham United Women (@westhamwomen) May 27, 2023
Always leading by example ???? pic.twitter.com/xzsRFWUnEG
Athugasemdir