Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 27. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nolan kennir Moyes um slakt gengi - „Sá breytingar á hugarfari"
Mynd: EPA

Kevin Nolan, sem var í þjálfarateymi David Moyes hjá West Ham, kennir stjóranum um slæmt gengi liðsins seinni hluta tímabilsins.


Þegar mótið var hálfnað var West Ham í 6. sæti eftir góðan 2-0 sigur á Arsenal en liðið vann aðeins fjóra leiki eftir það og féll m.a. úr leik gegn Bristol City í enska bikarnum.

Í febrúar fóru vangaveltur af stað með samningamál Moyes en stjórinn vildi ekki ræða þau mál í fjölmiðlum.

„Þetta var óljóst frá því í janúar þegar stjórinn steig fram og sagði 'Við munum ræða þetta eftir tímabilið'. Maður sá alltaf breytingar á viðhorfi leikmanna og ég held að það gerist út af óvissunni," sagði Nolan.

„Leikmennirnir fóru að spurja okkur þjálfarana: 'Hvað er í gangi? veist þú það? Hefur þú heyrt eitthvað? en við höfðum ekkert heyrt. Eins mikið og ég vil segja eitthvað þá hafði ég ekki hugmynd."


Athugasemdir
banner
banner