mið 27. júlí 2022 00:02
Brynjar Ingi Erluson
Guðjón Pétur í Grindavík (Staðfest)
Guðjón Pétur er farinn frá ÍBV og mun spila með Grindavík í Lengjudeildinni
Guðjón Pétur er farinn frá ÍBV og mun spila með Grindavík í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson er genginn í raðir Grindavíkur frá ÍBV en þessi tíðinda koma í lok gluggadagsins og eru líklega þau stærstu í dag en hann gerir samning út næsta tímabil.

Álftnesingurinn gekk í raðir ÍBV frá Breiðabliki á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina.

Hann skoraði þá 6 mörk í 20 deildarleikjum ásamt því að gera þrjú mörk í bikarnum.

Í byrjun tímabilsins var Guðjón settur í frystinn hjá ÍBV eftir heiftarlegt rifrildi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, í leik gegn ÍA.

Hann var utan hóps í næstu tveimur leikjum á eftir en var síðan á bekknum í leik liðsins gegn Víkingi um miðjan júnímánuð.

Síðan þá hefur hann komið þrisvar af bekknum en á dögunum kom upp sá orðrómur að hann gæti verið á leið í Grindavík og nú hefur það fengist staðfest.

Guðjón er genginn í raðir Grindavíkur og mun hjálpa liðinu í Lengjudeildinni þar sem liðið situr í 8. sæti með 17 stig. Samningur hans er út næsta tímabil.

Þetta er gríðarlegur reynslubolti sem Grindvíkingar fá í honum en Guðjón á 226 leiki og 47 mörk í efstu deild fyrir Breðablik, Val, Stjörnuna og Hauka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner