Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Trúir því að Firmino verði ósáttur með spiltíma á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images

Roberto Firmino framherji Liverpool hefur verið orðaður við Juventus og samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla hefur Liverpool þegar hafnað tilboði frá ítalska félaginu.


Firmino hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Liverpool undanfarin ár en hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð og Diogo Jota hefur komið sterkur inn í liðið í hans stað.

Nú hefur Liverpool bætt við sig Darwin Nunez á markaðnum í sumar.

Glen Johnson fyrrum leikmaður Liverpool tjáði sig um stöðu Firmino á dögunum.

„Ef þú ert topp leikmaður viltu spila í hverri viku svo ég veit ekki hvernig honum líður með það að spila mögulega minna á næstu leiktíð. Klopp elskar hann augljóslega og hann er goðsögn hjá félaginu," sagði Johnson.

„Verður hann ánægður með að spila síðustu 20 mínúturnar í nokkrum leikjum? örugglega ekki. Ég held að hann verði ekki eitt af fyrstu nöfnunum á blað á leikdegi en hann mun spila stóra rullu."


Athugasemdir
banner