
Ísland hefur leik fyrir undankeppni EM kvenna á fimmtudag þegar Ungverjaland kemur í heimsókn á Laugardalsvöll klukkan 18:45.
Níu riðlar eru í undankeppninni en efsta liðið í hverjum riðli kemst á EM í Englandi árið 2021.
Þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í 2. sæti komast einnig beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti í riðlunum fara í umspil í október á næsta ári.
Ef lið eru með jafnmörg stig þegar árangurinn í 2. sæti er tekin saman gildir markatala og þar á eftir fleiri skoruð mörk.
Reikna má með að baráttan um efstu sætin verði á milli Íslands og Svíþjóðar en innbyrðis leikir þessara liða eru þeir tveir síðustu í undankeppninni.
Riðill Íslands
Svíþjóð (6. sæti á heimslistanum)
Ísland (17. sæti á heimslistanum)
Ungverjaland (45. sæti á heimslistanum)
Slóvakía (47. sæti á heimslistanum)
Lettland (93. sæti á heimslistanum)
Leikir Íslands
Fimmtudagur 29. ágúst Ísland-Ungverjaland
Mánudagur 2. september Ísland-Slóvakía
Þriðjudagur 8. október Lettland-Ísland
Föstudagur 10. apríl Ungverjaland-Ísland
Þriðjudagur 14. apríl Slóvakía-Ísland
Fimmtudagur 4. júní Ísland-Lettland
Þriðjudagur 9. júní Ísland-Svíþjóð
Þriðjudagur 22. september Svíþjóð-Ísland
Athugasemdir