fim 27. ágúst 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Best í 11. umferð: Alltaf mikil barátta á milli okkar
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Barbára Sól Gísladóttir
Barbára Sól Gísladóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Selfoss, er leikmaður 11. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Barbára átti frábæran leik og skoraði sigurmarkið þegar Selfoss lagði topplið Breiðabliks 2-1 á útivelli.

„Tilfinningin var geggjuð, bæði fyrir mig og liðið. Engum hefur tekist þetta í sumar svo við sem lið megum vera ánægðar með þessa frammistöðu okkar," sagði Barbára við Fótbolta.net.

Barbára er hægri bakvörður en hún spilaði sem vinstri bakvörður í Kópavogi í vikunni. „- Ég hef áður spilað vinstra megin og finnst mér þessar stöður ekkert ólíkar. Mér liður vel að spila báðu megin," sagði Barbára.

Barbára var sett á kantinn til að eiga í höggi við Sveindísi Jane Jónsdóttur. Hvernig var að kljást við hana? „Það er mjög gaman, við þekkjumst mjög vel frá yngri landsliðum og það er alltaf mikil barátta á milli okkar."

Selfoss er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með þrettán stig en háleit markmið voru hjá bikarmeisturunum fyrir sumarið.

„Okkur hefur gengið mjög mikið upp og niður í sumar. Við höfum átt í erfiðleikum með að klára leikina, gerum mjög vel í fyrri hálfleik en missum það svo niður í seinni."

Næsti leikur Selfoss er gegn FH á laugardaginn. „Ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu, ef við höldum áfram okkar striki þá smellur þetta allt hjá okkur. Við sem lið höfum fulla trú á að það mun gerast," sagði Barbára.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Best í 8. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Best í 10. umferð - Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner