Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. ágúst 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Best í 10. umferð: Skrítið að hafa ekki mömmu og pabba í stúkunni
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin var bara frábær, það er alltaf jafn gaman að vinna leiki og að skora úrslitamarkið á síðustu mínútunum gerir sigurinn mikið sætari," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, við Fótbolta.net í dag en hún er leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni.

Cecilía varði mjög vel í 1-0 útisigri gegn Selfyssingum síðastliðinn sunnudag. Sá leikur fór fram fyrir framan enga áhorfendur líkt og aðrir leikir þessa dagana.

„Ég hugsa mjög lítið um fólkið í stúkunni en það var smá skrítið að hafa ekki mömmu og pabba þar því þau mæta á alla leiki með mér en við virðum auðvitað allar reglur svo við getum haldið áfram að spila fótbolta," sagði Cecilía sem er ánægð með að boltinn sé byrjaður að rúlla á ný.

„Að spila fótbolta er auðvitað það skemmtilegasta sem ég geri og ég held að ég tali fyrir hönd allra í liðinu að það sé geggjað að fá að byrja aftur."

Fylkir er í 3. sæti deildarinnar í augnablikinu en hún er á sínu öðru tímabili með liðinu. Er hún sátt með tímabilið hjá sér og liðinu?

„Framistaða okkar í sumar hefur verið mikið upp og niður og þrátt fyrir að við stöndum í 3. sæti þá vitum við að við getum spilað miklu betur."

„Varðandi frammistöðuna mína í sumar þá vil ég alltaf gera og standa mig betur í hverjum einasta leik og nota hvern dag til að verða betri en ég var í gær því þannig nær maður árangri."


Cecilía spilaði sinn fyrsta landsleik fyrr á þessu ári og hún stefnir á að verða aðalmarkvörður í landsliðinu í framtíðinni.

„Markmiðið mitt er klárlega bara að standa mig eins og vel og ég get með Fylki og sjá hvert það kemur mér varðandi landsliðið," sagði Cecilía.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Best í 8. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner