Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Drátturinn í deildabikarnum: Liverpool tekur á móti Southampton - Tveir úrvalsdeildarslagir
Virgil van Dijk mætir sínum gömlu félögum
Virgil van Dijk mætir sínum gömlu félögum
Mynd: EPA
Meistararnir mæta Bradford
Meistararnir mæta Bradford
Mynd: EPA
Dregið var í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld og verða nokkrir áhugaverðir slagir á dagskrá.

Arsenal, Chelsea og Manchester City eru öll á útivelli, en Arsenal heimsækir Port Vale á meðan Man City mætir Hudderfield. Chelsea mun spila við Lincoln.

Englandsmeistarar Liverpool fá B-deildarlið Southampton í heimsókn á Anfield og þá tekur Tottenham á móti Doncaster Rovers.

Newcastle, sem vann deildabikarinn á síðasta tímabili, mætir Bradford City.

Leikirnir eru spilaðir 15. og 22. september.

Drátturinn:
Port Vale - Arsenal
Swansea - Nottingham Forest
Lincoln - Chelsea
Tottenham - Doncaster
Brentford - Aston Villa
Huddersfield - Man City
Liverpool - Southampton
Newcastle - Bradford
Sheffield Wednesday - Grimsby
Wolves - Everton
Crystal Palace - Millwall
Burnley - Cardiff
Wrexham - Reading
Wigan - Wycombe
Barnsley - Brighton
Fulham - Cambridge
Athugasemdir
banner