Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Klobbaði markvörðinn með skoti rétt fyrir utan teig
Hugo Alvarez skoraði fallegt mark fyrir utan teig
Hugo Alvarez skoraði fallegt mark fyrir utan teig
Mynd: EPA
Celta 1 - 1 Betis
0-1 Marc Bartra ('45 )
1-1 Hugo Alvarez Antunez ('47 )

Celta Vigo og Real Betis skildu jöfn, 1-1, í 3. umferð La Liga á Spáni í kvöld.

Leikurinn bauð ekki upp á mörg dauðafæri og í raun fengu bæði lið eitt færi á haus í fyrri hálfleiknum áður en Marc Bartra kom gestunum í forystu.

Hornspyrna Giovani Lo Celso fór hnitmiðað á hausinn á Bartra sem stóð einn og óvaldaður í teignum áður en hann stangaði boltanum neðst í hægra hornið.

Snemma í þeim síðari fóru Vigo-menn að ógna. Þeir fengu hornspyrnu sem var hreinsuð út fyrir teiginn og á Hugo Alvarez sem skaut boltanum meðfram grasinu og á milli fóta hjá Alvaro Valles í markinu.

Ferran Jutgla komst næst því að tryggja Celta sigurinn er fyrirgjöfin kom inn í teiginn. Ferran var stökk upp og stangaði hann í átt að marki en Valles gerði vel að verja. Óvíst er hvort markið hefði staðið þar sem Ferran virtist rétt fyrir innan þegar fyrirgjöfin kom.

Annars lítið um hættuleg færi og sættust liðin á að deila stigunum, en Betis er í 6. sæti með 5 stig á meðan Celta er í 13. sæti með 2 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Villarreal 2 2 0 0 7 0 +7 6
2 Barcelona 2 2 0 0 6 2 +4 6
3 Real Madrid 2 2 0 0 4 0 +4 6
4 Getafe 2 2 0 0 4 1 +3 6
5 Athletic 2 2 0 0 4 2 +2 6
6 Betis 3 1 2 0 3 2 +1 5
7 Espanyol 2 1 1 0 4 3 +1 4
8 Vallecano 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Alaves 2 1 0 1 2 2 0 3
10 Osasuna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Real Sociedad 2 0 2 0 3 3 0 2
12 Elche 2 0 2 0 2 2 0 2
13 Celta 3 0 2 1 2 4 -2 2
14 Atletico Madrid 2 0 1 1 2 3 -1 1
15 Valencia 2 0 1 1 1 2 -1 1
16 Mallorca 2 0 1 1 1 4 -3 1
17 Levante 2 0 0 2 3 5 -2 0
18 Sevilla 2 0 0 2 3 5 -2 0
19 Oviedo 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 Girona 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner