Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   sun 27. september 2020 19:45
Anton Freyr Jónsson
Hattrick Grímsi: Leit svo vel út í mómentinu
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í dag og fór á kostum í 4-2 sigri KA á Gróttu á Vivaldivellinum í dag.

„Bara drullu gott að ná í þrjú stig og slíta okkur frá neðstu tveimur sætunum vel. Þannig ég er mjög sáttur með þrjú stigin."

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  4 KA

Hvernig fannst Hallgrími leikurinn spilast?

„Bara vel svona heilt yfir. í seinni hálfleik fannst mér við full værukærir og létum þá koma heldur mikið á okkur sem endaði með því að þeir fengu víti, sem ég held að hafi ekki verið víti en við buðum upp á það með kæruleysi í okkur en sem betur fer setti Steindi í 3-1 og þá var þetta aðeins þægilegra og við náum að sigla þessu heim."

Hallgrímur Mar Steingímsson fékk gullið tækifæri til að setja þrennuna í fyrri hálfleik en klúðraði því.

„Já, ég var eiginlega búin að hugsa um hann inni, ég veit ekki hvort það hafi skemmt fyrir, þetta leit svo vel út í momentinu þannig því miður þá slæsaði ég hann aðeins of mikið."

KA menn með þessum sigri eru komnir vel frá fallsvæðinu og var Hallgrímur spurður hvort liðið væri búið að setja sér ný markmið fyrir síðustu leikina í deildinni.

„Nei í rauninni ekki, við ætlum auðvitað bara að reyna fá eins mörg stig og við getum og það er kannski komin aðeins minni pressa núna vegna þess að við erum komnir frá botninum þannig það er engin ástæða að gefa eftir og við ætlum að fara eins ofarlega og við getum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjíonvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner