banner
   þri 27. september 2022 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Ceské Budejovice
Kristian Nökkvi kennir hvernig á að stytta reimar
Kristian Nökkvi reimar skóna. Honum þóttu reimarnar hinsvegar of langar!
Kristian Nökkvi reimar skóna. Honum þóttu reimarnar hinsvegar of langar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristian Nökkvi Hlynsson er lykilmaður í U21 liði Íslands. Hann snýr aftur eftir að hafa tekið út leikbann þegar liðið mætir Tékkum í umspili um sæti á EM klukkan 16:00 í dag.


Kristian Nökkvi mætti með nýja skó á æfingu Íslands í Ceské Budejovice í Tékklandi í gær.

Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á honum hvað reimarnar á nýju skónum voru langar því hann var ekki tilbúinn að hefja æfingu fyrr en hann leysti það vandamál.

Eftir að hafa stolist í sjúkraþjálfaratöskuna og sótt sér skæri þar sem hann stytti reimarnar og fékk svo Trausta Sigurberg Hrafnsson sjúkraþjálfara til að kveikja eld til að loka endunum. Myndir af þessu má sjá að neðan.

Fyrri leik liðanna lauk með 1 - 2 sigri Tékka á Víkingsvelli á föstudaginn og því ljóst að Ísland verður að vinna hér í Tékklandi.

Fótbolti.net er Tékklandi og við færum ykkur beina textalýsingu og viðtöl um leið og leik lýkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner