Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 27. september 2023 09:35
Elvar Geir Magnússon
Sex í Bestu taka út bann á morgun - Einn í banni í 50 milljóna króna leiknum
Tómas Bent verður í banni hjá ÍBV.
Tómas Bent verður í banni hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Balde.
Ibrahima Balde.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aganefnd KSÍ fundaði í gær, eins og venjan er á þriðjudögum. Þar voru sex leikmenn í Bestu deild karla úrskurðaðir í bann og taka ekki þátt í þriðju umferðinni eftir tvískiptingu, sem verður öll leikin á morgun.

Í efri hlutanum verður bakvörðurinn Davíð Ingvarsson í banni þegar Breiðablik heimsækir Val og Jóhannes Kristinn Bjarnason í banni þegar KR fer Garðabæinn og leikur gegn Stjörnunni.

Daníel Hafsteinsson tekur út bann hjá KA sem fær ÍBV í heimsókn í neðri hlutanum. Hjá Eyjamönnum verður Tómas Bent Magnússon í leikbanni.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson tekur út bann hjá Keflavík sem heimsækir Fram og Arnþór Ari Atlason getur ekki tekið þátt í leik HK gegn Fylki.

Úrslitaleikurinn í umspili Lengjudeildarinnar, 50 milljóna króna leikurinn, verður spilaður á Laugardalsvelli á laugardag. Ibrahima Balde verður ekki með Vestra gegn Aftureldingu þar sem hann fékk brottvísun gegn Fjölni í undanúrslitum.

fimmtudagur 28. september

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
16:15 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)

laugardagur 30. september

Lengjudeild karla - Umspil
16:00 Vestri-Afturelding (Laugardalsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner