Rætt var við Kristján Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar Þróttar í dag. Hann var fyrst spurður út í leitina að nýjum þjálfara og svo var hann spurður út í leikmannamálin.
27.09.2023 16:17
6-9 nöfn á blaði hjá Þrótti - Bæði reynsluboltar og efnilegir þjálfarar
Sjö leikmenn sem komu við sögu með Þrótti í Lengjudeildinni eru að renna út á samningi. Jörgen Pettersen, sem var þriðji markahæsti leikmaður liðsins í sumar, er einn þeirra. Jörgen er 25 ára norskur miðjumaður sem kom í Þrótt eftir síðasta tímabil frá ÍR.
„Við erum að reyna höfða hann til hans um að vera áfram, við viljum það og erum búin að ræða við hann. Við sjáum hvað kemur út úr því," sagði Kristján.
Skotinn Steven Lennon kom í Þrótt á láni frá FH í lok gluggans. Samningur Lennon við FH rennur út í lok tímabilsins. Er vilji til að fá hann alfarið í Þrótt?
„Við hefðum alveg áhuga á því. Hann stóð sig mjög vel hjá okkur og við værum alveg til í að hafa hann í okkar herbúðum."
Kristján var spurður út í Hinrik Harðarson sem var markahæsti leikmaður Þróttar í sumar með ellefu mark og lagði samkvæmt Wyscout upp sex mörk. Valur og ÍA eru á meðal félaga sem hafa verið orðuð við leikmanninn. Hefur Þróttur fengið tilboð á síðustu vikum í Hinrik?
„Já, það er mikill áhugi á Hinriki og búinn að vera frá síðastliðnu hausti í raun og veru, það var áhugi á honum í glugganum í sumar og svona. Það er eðlilega mikill áhugi á honum."
Er eitthvað tilboð sem liggur hjá ykkur núna í hann? Eruði búnir að hafna öll sem hefur borist til þessa?
„Við höfum allavega ekki samþykkt neitt ennþá. Það hafa nokkrir haft samband, við erum að vega og meta málin og auðvitað skiptir mestu máli hvað hann sjálfur hefur áhuga á að gera. Það er lykilatriði, við þvingum engan í burtu eða höldum engum ef hann langar eitthvað annað," sagði Kristján að lokum.
Hinrik er nítján ára og getur bæði spilað sem fremsti maður sem og á kantinum. Hann hefur allan sinn feril verið hjá Þrótti. Hann skrifaði í lok síðasta árs undir samning við Þrótt sem rennur út eftir næsta tímabil.
Athugasemdir