
Njarðvík tilkynnti í gær að Guðjón Árni Antoníusson hefði verið ráðinn afreksþjálfari hjá knattspyrnudeild félagsins.
„Hann kemur til með að hafa yfirumsjón með skipulagningu, utanumhaldi og afreksþjálfun einstaklinga í elstu flokkum félagsins," segir í tilkynningunni.
„Hann kemur til með að hafa yfirumsjón með skipulagningu, utanumhaldi og afreksþjálfun einstaklinga í elstu flokkum félagsins," segir í tilkynningunni.
Síðast var fjallað um Guðjón hér á Fótbolta.net eftir tímabilið 2020 þegar hann og Hólmar Örn Rúnarsson hættu sem þjálfarar Víðis.
Guðjón, sem er fæddur árið 1983, lagði skóna á hilluna snemma árs 2017 vegna höfuðmeiðsla. Hann hafði á ferlinum leikið með Keflavík og FH og spilað rúmlega 200 leiki í efstu deild.
Úr tilkynningu Njarðvíkur
Guðjón Árni býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem leikmaður og einnig sem þjálfari.
Guðjón Árni sem er íþróttafræðingur hefur þjálfað meistaraflokk Víðis, yfirþjálfari Reynis/Víðis, 2. flokk karla hjá Keflavík og verið styrkarþjálfari í Metabolic í Reykjanesbæ. Á sínum leikmannaferli lék hann með Víði, Keflavík og FH þar sem hann hefur bæði orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari auk þess að eiga leik með A landsliði Íslands.
Með ráðningu Guðjóns Árna er stigið skref í átt að eflingu á afreksstarfi félagsins. Markmið afreksþjálfara verður að móta knattspyrnumenn framtíðarinnar. Þá er einnig hlutverk afreksþjálfara að vinna náið með öðrum þjálfurum félagsins.
Njarðvík býður Guðjón Árna velkominn til starfa!
Athugasemdir