Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 27. september 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Hreggviður framlengir í Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hreggviður Hermannsson hefur framlengt samning sinn við Lengjudeildarlið Njarðvíkur til næstu tveggja ára.

Þessi 23 ára gamli bakvörður hefur fest sig í sessi í liði Njarðvík en hann byrjaði fjórtán leiki í Lengjudeildinni í sumar.

Hann kom til félagsins fyrir tveimur árum frá Keflavík og hefur síðan spilað 41 leik og skorað eitt mark í deild- og bikar.

Hreggviður hefur nú framlengt við félagið til næstu tveggja ára eða til 2025.

NJarðvík tókst með naumindum að bjarga sér frá falli úr Lengjudeildinni í ár og það þrátt fyrir 4-0 tap gegn Fjölni í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner