„Ég myndi segja að það sé 50-50, ég er að skoða það. Það eru fullt af möguleikum, það hlýtur að vera (vilji hjá KFA að ég verði áfram), við töpuðum nú ekki mörgum leikjum," sagði Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, í Þungavigtinni á sunnudagskvöld.
Mikael var spurður út í sína framtíð en tímabilinu hjá KFA lauk á laugardag. KFA var lengi vel í góðri stöðu að fara upp úr 2. deild en missti það úr sínum höndum í leik gegn ÍR í næstsíðustu umferð og svo fór að ÍR fylgdi Dalvík/Reyni upp í Lengjudeildina.
Mikael var spurður út í sína framtíð en tímabilinu hjá KFA lauk á laugardag. KFA var lengi vel í góðri stöðu að fara upp úr 2. deild en missti það úr sínum höndum í leik gegn ÍR í næstsíðustu umferð og svo fór að ÍR fylgdi Dalvík/Reyni upp í Lengjudeildina.
Mikael, sem tók við KFA síðasta vetur, er að renna út á samningi við félagið.
„Ég tek bara ákvörðun í vikunni, ætli ég verði ekki búinn að því um næstu helgi. Ég vil helst ekki labba í burtu eftir að hafa verið markatölunni frá því að fara upp. Ég vil bara mæta þarna á næsta ári og vinna þessa deild og tel mig geta gert það; annað ár á að vera betra en fyrsta ár. Þótt þetta hafi verið fínt, þá gerðum við mistök sem þarf að læra af," sagði Mikael.
Hann var spurður hvort hann hefði heyrt frá öðrum félögum.
„Ég er samningsbundinn KFA þar til 1. október, það er ekkert lið búið að heyra í mér. Það sem er gott við KFA er að ég hef aldrei, hvorki sem leikmaður né þjálfari, verið með betri stjórn. Þetta eru ekki gæjar sem eru endalaust að blaðra í þér hvað þeir vita mikið um fótbolta."
„Ef KFA væri ekki á Austurlandi þá væri ég 100% að fara halda áfram. Ég er alveg spenntur fyrir því, en þarf að taka stórar ákvarðanir," sagði Mikael að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir