Inter Miami gæti tekið áhættu með Lionel Messi og látið hann spila meiddur í bandaríska bikarúrslitaleiknum gegn Houston Dynamo í nótt. Leikurinn hefst 00:30 að íslenskum tíma.
Messi fór meiddur af velli eftir 37 mínútur gegn Toronto FC og spilaði ekki gegn Degi Dan Þórhallssyni og félögum í Orlando City á mánudaginn.
Messi fór meiddur af velli eftir 37 mínútur gegn Toronto FC og spilaði ekki gegn Degi Dan Þórhallssyni og félögum í Orlando City á mánudaginn.
„Sjáum hvernig honum mun líða á leikdegi," sagði Gerardo Martina, stjóri Inter Miami, á fréttamannafundi.
Messi, sem er 36 ára, skrifaði undir hjá Inter Miami í júlí eftir að samningur hans við Paris St-Germain rann út.
„Það er ýmislegt sem við þurfum að skoða; leikmanninn, vægi leiksins og hvað kemur eftir hann. Það verður alltaf áhætta að láta hann spila en við reynum að lágmarka þá áhættu."
Messi hefur þegar hjálpað Inter Miami að vinna deildabikarinn, þar sem liðið lagði Nashville SC í vítakeppni í úrslitaleiknum. Inter Miami hefur ekki tapað neinum af þeim tólf leikjum sem liðið hefur spilað með Messi innanborðs. Hann hefur skorað ellefu mörk og átt fimm stoðsendingar.
Athugasemdir