Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Palhinha bjargaði stigi fyrir Tottenham í blálokin
Mynd: EPA
Tottenham 1 - 1 Wolves
0-1 Santiago Bueno ('54 )
1-1 Joao Palhinha ('90 )

Wolves var hársbreidd frá því að næla í sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið heimsótti Tottenham í kvöld.

Mohamed Kudus kom boltanum í netið eftir tæplega hálftíma leik en var rétt fyrir innan og dæmdur rangstæður. Hann var nálægt því að setja boltann aftur í netið undir lok fyrri hálfleiks en Sam Johnstone varði frábærlega frá honum.

Wolves náði forystunni snemma í seinni hálfleik. Guglielmo Vicario sló boltann út í teiginn en boltinn fór af Joao Palhinha og datt fyrir fætur Santiago Bueno sem skoraði af stuttu færi.

Jean-Ricner Bellegarde fékk tækifæri til að bæta öðru marki við en skot hans úr teignum framhjá markinu.

Í uppbótatíma fékk Pape Matar Sarr boltann inn á teignum og lagði boltann út á Palhinha sem skoraði laglegt mark og bjargaði stigi fyrir Tottenham.

Tottenham er í 3. sæti með 11 stig en Wolves er á botninum með eitt stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
3 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
4 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
5 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
7 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
16 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
17 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner
banner