Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 15:20
Brynjar Ingi Erluson
Enn einn sigurinn hjá Sunnevu
Kvenaboltinn
FCK og Sunneva eru í banastuði
FCK og Sunneva eru í banastuði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og stöllur hennar í danska B-deildarliðinu FCK unnu þriðja deildarleikinn í röð er liðið vann Österbro, 2-0, í dag.

FCK, sem er nýliði í deildinni, hefur átt stórkostlega byrjun á tímabilinu og ekki enn tapað leik.

Sunneva byrjaði hjá FCK sem vann góðan tveggja marka sigur og er áfram á toppnum með 17 stig eftir sjö umferðir.

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Kristianstad sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö í sænsku úrvalsdeildinni. Alexandra Jóhannsdóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir komu inn af bekknum í seinni hálfleik.

Kristianstad er í 5. sæti með 34 stig.

Ásdís Karen Halldórsdóttir og Guðrún Arnardóttir byrjuðu báðar hjá Braga sem tapaði fyrir Maritimo, 2-1, í portúgölsku úrvalsdeildinni. Braga er enn í leit að fyrsta sigrinum á tímabilinu en liðið er með eitt stig eftir þrjá leiki.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn af bekknum hjá Bröndby sem lagði Kolding að velli, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby er í 3. sæti með 12 stig, þremur stigum frá toppnum.

Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir kom inn af bekknum hjá Elfsborg sem tapaði fyrir Andreu Þórisson og stöllum hennar í Bollstanas, 3-2, í B-deildinni í Svíþjóð.

Eyrún Embla Hjartardóttir byrjaði hjá varaliði Häcken sem tapaði fyrir Gamla Uppsala, 1-0, í sömu deild. Elfsborg er í 7. sæti með 26 stig, varalið Häcken með 22 stig í 8. sæti og Bollstanas í næst neðsta sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner