Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   lau 27. september 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Úrslitaleikur um sæti í Bestu og fallbaráttuslagur á Skaganum
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það er komið að úrslitastund í Lengjudeildinni. Keflavík og HK mætast á Laugardalsvelli í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.

Keflavík vann Njarðvík eftir tap í fyrri leiknum í undanúrslitunum og HK lagði Þrótt í miklum markaleikjum. Keflavík komst í úrslitin í fyrra og reynir því aftur við sæti í Bestu deildinni í ár.

Það er spennandi fallbaráttuslagur á Akranesi í dag þar sem ÍA fær KR í heimsókn. ÍA hefur unnið þrjá leiki í röð og getur náð fjögurra stiga forystu á KR fyrir síðustu þrjár umferðirnar. FH fær Breiðablik í heimsókn en gestirnir þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á Evrópusæti.

Fram fær FHL í heimsókn í Bestu deild kvenna. Með sigri heldur Fram sæti sínu í deildinni og Tindastóll fellur með FHL.

laugardagur 27. september

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-KR (ELKEM völlurinn)

Besta-deild kvenna - Neðri hluti
19:15 Fram-FHL (Lambhagavöllurinn)

Lengjudeild karla - Umspil
16:15 Keflavík-HK (Laugardalsvöllur)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 15 6 4 54 - 30 +24 51
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 25 10 9 6 42 - 38 +4 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór/KA 21 9 1 11 38 - 44 -6 28
2.    Fram 21 8 2 11 32 - 47 -15 26
3.    Tindastóll 21 6 3 12 30 - 52 -22 21
4.    FHL 21 1 1 19 15 - 68 -53 4
Athugasemdir
banner
banner
banner