Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   lau 27. september 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Markvörðurinn mun leyfa Ronaldo að skora þúsundasta markið"
Mynd: EPA
PortúgalinnCristiano Ronaldo hefur skorað 946 mörk á ferlinum fyrir félagslið og landslið en hann hefur áður sagt að hann muni ekki hætta fyrr en hann hefur skorað þúsund mörk.

Rene Meulensteen, landi hans og fyrrum þjálfari hjá Man Utd, segir að um leið og hann hefur tækifæri á að skora þúsundasta markið verður það ansi auðvelt.

„Hans verður minnst fyrir þúsund mörk, en ef það er gert á stórkostlegan hátt, ef hann nær því me Portúgal, ef hann hefur val, þá myndi hann líklega segja, já, gerum það fyrir Portúgal," sagði Meulensteen.

„Heimurinn mun fylgjast með. Ímyndaðu þér að vera markvörðurinn? Þú vilt leyfa honum að skora er það ekki? Því fólk mun muna eftir þér sem markvörðurinn sem Ronaldo skoraði þúsundasta markið á móti."
Athugasemdir