Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
banner
   lau 27. september 2025 10:22
Brynjar Ingi Erluson
Potter rekinn frá West Ham (Staðfest)
Mynd: EPA
Enska stjóranum Graham Potter hefur verið vikið úr störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United eftir aðeins níu mánuði í starfi.

Potter gerði tveggja og hálfs árs samning við West Ham í janúar, stuttu eftir að Julen Lopetegui var látinn taka poka sinn.

Englendingnum hefur ekki tekist að rétta úr kútnum hjá Lundúnaliðinu sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar eftir fimm umferðir.

„Úrslit og frammistaða seinni hluta síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils hafa ekki staðist væntingar okkar og telur stjórnin þörf á breytingum til þess að hjálpa til við að bæta stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni og það sem allra fyrst,“ segir í yfirlýsingu West Ham.

West Ham heimsækir Everton á Hill Dickinson-leikvanginn á mánudag og er talið að Portúgalinn Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóri Nottingham Forest, Tottenham og Wolves, verði ráðinn til West Ham fyrir leikinn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 11 5 +6 15
2 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
3 Tottenham 5 3 1 1 10 3 +7 10
4 Bournemouth 5 3 1 1 6 5 +1 10
5 Crystal Palace 5 2 3 0 6 2 +4 9
6 Chelsea 5 2 2 1 10 5 +5 8
7 Sunderland 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Man City 5 2 1 2 9 5 +4 7
10 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
11 Man Utd 5 2 1 2 6 8 -2 7
12 Leeds 5 2 1 2 4 7 -3 7
13 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
14 Brighton 5 1 2 2 6 8 -2 5
15 Nott. Forest 5 1 2 2 5 9 -4 5
16 Burnley 5 1 1 3 5 8 -3 4
17 Brentford 5 1 1 3 6 10 -4 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 5 0 0 5 3 12 -9 0
Athugasemdir
banner