Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
banner
   lau 27. september 2025 21:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sveinn Aron skoraði í dramatísku jafntefli gegn toppliðinu
Sveinn Aron Guðjohnsen
Sveinn Aron Guðjohnsen
Mynd: Sarpsborg
Valgeir Lunddal Friðriksson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði á bekknum þegar Sarpsborg gerði ótrúlegt jafntefli gegn Viking í norsku deildinni í dag.

Viking var með 3-1 forystu í hálfleik. Sveinn kom inn á snemma í seinni hálfleik og hann minnkaði muninn þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og Sarpsborg jafnaði metin mínútu síðar og þar við sat. Hilmir Rafn Mikaelsson var ónotaður varamaður hjá Viking.

Viking er á toppnum með 50 stig, stigi á undan Bodö/Glimt sem á leik til góða og sjö stigum á undan Íslendingaliði Brann sem á tvo leiki til góða. Sarpsborg er í 9. sæti með 29 stig.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliðinu og Jónatan Guðni Arnarsson ónotaður varamaður þegar Norrköping tapaði 2-0 gegn Hacken í sænsku deildinni. Norrköping er í 11. sæti með 29 stig eftir 25 umferðir.

Rúnar Þór Sigurgeirsson, Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason voru allir í byrjunarliði Sönderjyske sem tapaði 2-1 gegn FCK í dönsku deildinni. Viktor Bjarki Daðason var á bekknum hjá FCK í þriðja leiknum í röð. Rúnar þurfti að fara af velli snemma leiks.

FCK er á toppnum með 20 stig eftir tíu umferðir en Sönderjyske er í 7. sæti með 11 stig.

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Dusseldorf sem vann Bochum 1-0 í næst efstu deild í Þýskalandi. Dusseldorf er í 9. sæti með 10 stig eftir sjö umferðir.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á í blálokin þegar Sparta Rotterdam tapaði 3-0 gegn Heracles í efstu deild í Hollandi. Sparta er í 11. sæti með níu stig eftir sjö umferðir en þetta voru fyrstu stig Heracles.

Oliver Stefánsson var ónotaður varamaður þegarr Tychy tapaði 3-1 gegn Pogon Siedice í næst efstu deild í Póllandi. Tychy er í 13. sæti með 11 stig eftir 11 umferðir. Davíð Kristján Ólafsson var ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli Cracovia gegn Gronik Zebrze í efstu deild. Cracovia er í 2. sæti með 18 stig eftir níu umferðir. Cracovia er einmitt stigi á eftir Gronik og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner