Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig liggur leiðin til Englands?
Icelandair
Við erum í öðru sæti okkar riðils.
Við erum í öðru sæti okkar riðils.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staða liðanna í öðru sæti.
Staða liðanna í öðru sæti.
Mynd: Wikipedia - Skjáskot
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð 2-0 í undankeppni EM í kvöld. Smelltu hérna til að lesa nánar um leikinn.

Eftir tapið í kvöld er það ljóst að Svíþjóð vinnur riðilinn, jafnvel þó að liðið tapi síðasta leik sínum í riðlinum. Liðið hefur betur gegn Íslandi á innbyrðis viðureignum.

Ísland á eftir að spila tvo leiki á mánaðarmótum nóvember og desember, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. Slóvakía er með tíu stig í þriðja sæti riðilsins og Ungverjaland í fjórða sæti með sjö stig. Það verða ekki auðveldir leikir. Ísland vann Ungverjaland 4-1 á heimavelli og Slóvakíu 1-0.

Lokamótið fer fram í Englandi sumarið 2022 og eigum við enn möguleika á að komast beint á mótið þrátt fyrir að eigum ekki enn möguleika á að vinna riðilinn.

Undankeppni EM virkar þannig að efsta lið hvers riðils fer beint á Evrópumótið og þrjú lið með bestan árangur í öðru sæti fara einnig á mótið. Hin sex liðin í öðru sæti riðlanna fara þá í umspil um þrjú laus sæti.

Það eru tveir riðlar með sex liðum í og hinir sjö riðlarnir eru með fimm liðum, þar á meðal riðill Íslands. Í riðlum A og B gilda úrslitin hjá liðinu sem endar í öðru sæti gegn öllum liðunum nema liðinu sem endar í sjötta sæti. Í fimm liða riðlum gilda öll úrslit.

Þegar Ísland á tvo leiki eftir óspilaða er Ísland í fimmta sæti af liðunum sem eru í öðru sæti í riðlunum níu.

Hér að neðan má sjá stöðuna en það er erfitt að rýna í hana þar sem liðin eru á mismunandi stað í undankeppninni. Sum liðin eiga einn leik eftir, sum eiga tvo eftir og þá á Skotland til dæmis eftir að spila fjóra leiki.

Ef Ísland vinnur síðustu tvo leiki sína þá ætti liðið að koma sér í ágæta stöðu til að fara beint á mótið en það á eftir að koma betur í ljós hver staðan verður.

*Leikur Frakklands og Austurríkis er núna í gangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner