Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Romano: Söluákvæði Haaland tekur ekki gildi fyrr en 2022
Mynd: Getty Images
Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano er oft með puttann á púlsinum og segist hann hafa öruggar heimildir fyrir því hvernig samningsmálum Erling Braut Haaland, sóknarmanni Borussia Dortmund og norska landsliðsins, sé háttað.

Hinn efnilegi Haaland er samningsbundinn Dortmund til 2024 en í samningi hans er söluákvæði. Upplýsingar um það hafa verið afar umdeildar.

Romano segist vera með svarið. Hann segir að ákvæðið hljóði uppá 75 milljónir evra en það verði ekki virkt fyrr en sumarið 2022.

Hann bætir því við að stjórn Dortmund hafi engan áhuga á því að selja Haaland og muni því ekki samþykkja tilboð í hann næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner