Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 27. október 2020 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo ekki með á morgun - Enn með Covid
Cristiano Ronaldo fékk í dag niðurstöðu úr þriðju skimuninni. Niðurstaðan er sú að hann er með Covid-19 veiruna. Þetta herma heimildir Sky Sports Italia.

Ronaldo mun því missa af leik Juventus og Barcelona sem fram fer í Meistaradeildinni annað kvöld.

Ronaldo hefur verið í einangrun síðan 13. október. Hann hefur verið einkennalaus og því var UEFA búið að gefa grænt ljós á að Ronaldo myndi spila ef hann væri laus við veiruna 24 klst fyrir leik.

Ronaldo hefur ekki spilað síðan 11. október þegar hann lék með Portúgal gekk Frakklandi í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir