Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 27. október 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki séns að Logi taki annað tímabil í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Logi Tómasson, bakvörður Stromsgodset í Noregi, hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra spilamennsku á þessu tímabili.


Hann skoraði í 2-0 sigri liðsins gegn Fredrikstad í efstu deild í gærog er búinn að skora fimm mörk og leggja upp þrjú. Þá hefur hann átt margar mikilvægar sendingar og fyrirgjafir.

Chris Blyth, njósnari hjá HamKam, sem leikur einnig í efstu deild í Noregi segir að það sé ekki séns að hann verði áfram í Noregi á næsta ári.

„Hann verður örugglega jólagjöfin til einhvers," skrifar Blyth á samféalgsmiðilinn X.ons/90.

Belgíska félagið Kortrijk, sem er undir stjórn Freys Alexanderssonar, reyndi að fá Loga í sumar en félagið gerði þrjú tilboð í hann án árangurs.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner