Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. nóvember 2021 12:20
Aksentije Milisic
Maxi leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez hefur tilkynnt það að skórnir séu farnir upp í hilluna frægu.

Maxi, sem er fertugur, hóf feril sinn hjá Newell's Old Boys í heimalandinu og þar endaði ferilinn einnig.

Maxi er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Atletico Madrid og hjá Liverpool. Hjá Madrid lék hann á árunum 2005-2010 og skoraði hann þar 44 mörk.

Þá lék hann hjá Liverpool á árunum 2010-2012 og skoraði hann 17 mörk í 73 leikjum. Kappinn á að baki 57 leiki með landsliði Argentínu.

„Augnablikið er komið sem ég hélt að myndi aldrei koma, augnablikið að hætta í fótbolta. Þetta er mjög erfið ákvörðun en á sama tíma er ég rólegur," sagði Maxi á Instagram.

„Ég vil þakka öllum fyrir, ég gaf allt sem ég átti á ferli mínum og skil ekkert eftir."


Athugasemdir
banner