Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Emery hefði getað unnið deildina með Arsenal á síðasta tímabili
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, telur að ef Unai Emery hefði enn verið stjóri félagsins á síðasta tímabili þá hefði liðið átt meiri möguleika á því að vinna deildina.

Arsenal var á góðri leið með að vinna titilinn á síðasta tímabili en nokkrir slakir leikir í apríl og maí gaf Manchester CIty tækifæri á að koma sér betur í titilbaráttuna og á endanum hafði Pep Guardiola betur.

Adams hefur oft talað um að Arteta sé fremur óreyndur í þessum bransa og það hefði líklega þurft reyndari mann eins og Unai Emery til að koma liðinu yfir línuna.

Tími Emery hjá Arsenal fer ekki í sögubækurnar. Hann að vísu kom liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2018-2019, en tókst ekki að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu.

„Ef Unai Emery hefði enn verið stjórinn okkar á síðasta ári þá hefðum kannski unnið deildina. Ég veit að hann entist ekki lengi og það var erfitt að feta í fótspor Arsene Wenger, svipað og með George Graham og Bruce Rioch (árið 1995). Mér fannst Arteta vanta aðeins upp á til að koma okkur yfir línuna. Ég elska hann, ástríðuna og áhugann sem hann kemur með í félagið, en ég hef alltaf sagt að hann er svolítið óreyndur og þarf kannski þessa eldri í þjálfarateyminu til að leiðbeina honum, þessa sem eru með aðeins meiri reynslu. Þegar ég tala um síðasta tímabil þá er ég að tala um að koma þessu yfir línuna, en við gerum öll mistök og erum ekki fullkomin. Hann kannski róteraði ekki nógu mikið í byrjun síðasta tímabil og menn voru búnir á því, eins og Bukayo Saka, en Arteta er að gera góða hluti,“ sagði Adams við talkSPORT.

Emery tók við Aston Villa á síðasta ári og hefur gert ótrúlega hluti með liðið. Í dag situr það í 4. sæti deildarinnar og heldur í við bestu liðin. Þá kom hann liðinu í Sambandsdeild Evrópu, þar sem það hefur gert góða hluti til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner