Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Væri gaman en við erum í öðrum hugsunum í janúar"
Ísland spilar tvo vináttulandsleiki í Miami í janúar.
Ísland spilar tvo vináttulandsleiki í Miami í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson segir að Jamaíka verði ekki annar af af tveimur andstæðingum Íslands í Miami í Bandaríkjunum í janúar á næsta ári. Heimir er landsliðsþjálfari Jamaíku.

Íslenska karlalandsliðið mun í janúar spila tvo vináttulandsleiki í Miami. Ekki hefur verið gefið út hverjir andstæðingarnir verða en við fáum ekki leik gegn lærisveinum Heimis.

„Ég ætla að reyna að taka desember fyrir sjálfan mig. Við þurfum reyndar að fara til Miami að draga í Copa America. Það er í byrjun desember. Ég fæ svo desember til að vera hér á Íslandi og svo er janúarmánuður hugsaður fyrir heimamenn. Við munum taka æfingabúðir og skoða leikmenn á Jamaíku, spila leiki með heimamönnum. Svo förum við að undirbúa Þjóðadeildina," sagði Heimir í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Hann var svo spurður út í mögulegan vináttulandsleik gegn Íslandi í janúar en sagði þá:

„Nei, það væri nú gaman. Þó það væri nú ekki bara til að stríða Sigga Dúllu eitthvað. Það væri gaman en við erum í öðrum hugsunum í janúar. Við erum að hugsa um heimamennina. Við spilum frekar þá við þjóðir í karabíska hafinu."
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner