Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 27. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard að ganga frá samningamálum
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard er að taka við sem nýr stjóri Coventry. Frá þessu greinir Telegraph.

Verið er að ganga frá samningamálum við hann í dag en það bendir allt til þess að hann verði eftirmaður Mark Robins sem var óvænt rekinn fyrr í þessum mánuði.

Hinn 46 ára gamli Lampard, sem var magnaður leikmaður, hefur verið án starfs frá því hann hætti hjá Chelsea eftir 2022-23 tímabilið. Hann hafði þá stýrt liðinu til bráðabirgða um stutt skeið.

Lampard hefur reynslu af því að stýra liði í Championship en hann kom Derby County í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2019.

Coventry er sem stendur í 17. sæti Championship-deildarinnar og hefur Lampard verk að vinna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner