Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli nú í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 20. Leikurinn er liður í fjórðu umferð Sambandsdeildar Evrópu og er verkefnið verðugt þar sem Tyrkirnir tróna á toppi Sambandsdeildarinnar sem stendur. Í liði þeirra má finna Loga Tómasson sem á tíma sínum sem leikmaður Víkinga háði marga rimmuna við Blika í toppbaráttu Bestu deildarinnar hér á landi. Þjálfarar liðanna hafa opinberað byrjunarlið sín og má sjá þau hér að neðan.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Samsunspor
Logi er að sjálfsögðu í byrjunarliði gestanna og fær tækifæri til að endurnýja kynni sín við leikmenn Breiðabliks. Blikar gera nokkrar breytingar á liði sínu á milli leikja í Sambandsdeildinni en Damir Muminovic, Viktor Karl Einarsson og Davíð Ingvarsson eru meðal þeirra sem fá tækifærið í kvöld.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
Byrjunarlið Samsunspor:
1. Okan Kocuk (m)
4. Rick van Drongelen
7. Anthony Musaba
9. Marius Mouandilmadji
11. Emre Kilinc
17. Logi Tómasson
18. Zeki Yavru
21. Carlo Holse
24. Toni Borevkovic
29. Antoine Makoumbou
55. Yunus Emre Cift
Athugasemdir


