Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. desember 2022 09:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvernig þróaðist það þannig að Gakpo er á leið til Liverpool en ekki Man Utd?
Skoraði þrjú mörk á HM þar sem Holland fór í 8-liða úrslit.
Skoraði þrjú mörk á HM þar sem Holland fór í 8-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Van Dijk aðstoðaði við að sannfæra Gakpo.
Van Dijk aðstoðaði við að sannfæra Gakpo.
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo mun ferðast til Liverpool til að ganga frá lausum endum í tengslum við félagaskipti sín frá PSV til Liverpool. Enska félagið hefur náð samkomulagi við það hollenska.

Frá þessu var greint í gær og er sagt að Liverpool muni greiða 37 milljónir punda fyrir hollenska landsliðsmanninn og mun sá verðmiði mest geta hækkað upp í 44 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum. Það gerir söluna að metsölu hjá PSV.

Gakpo var sterklega orðaður við Manchester United í sumar og var hann áfram orðaður við félagið framan af vetri. En svo vildi Liverpool mikið fá sóknarmanninn í sínar raðir og þá gerðust hlutirnir hratt.

Gakpo er 23 ára og minnir þróun mála á það hvernig Liverpool hafði betur í baráttunni um Luis Díaz við Tottenham fyrir ári síðan og hvernig Liverpool hafði betur í baráttunni við Manchester United um Sadio Mane á sínum tíma.

United hefur verið í viðræðum við PSV og var tilbúið að greiða svipaða upphæð. Mirror greinir frá því að Liverpool hafi boðið hærri upphæð sem greidd væri um leið og skiptin gengu í gegn og það hafi orðið til þess að PSV samþykkti tilboðið. Þegar United heyrði af tilboði Liverpool ákváðu menn þar að láta staðar numið og sættu sig við að Hollendingurinn færi til Liverpool, það þrátt fyrir að stjórinn Erik ten Hag hafi mikið viljað fá Gakpo til Manchester.

Jurgen Klopp vildi fá inn sóknarmann vegna meiðsla Luis Diaz og Diogo Jota og fékk aðstoð frá liðsfélaga Gakpo í hollenska landsliðinu því Virgil van Dijk aðstoðaði við það að landa Gakpo. Ef málin þróast þannnig að Gakpo stenst læknisskoðun hjá Liverpool á næstu dögum mun hann formlega verða leikmaður Liverpool þann 1. janúar þegar glugginn opnar.

Manchester United er nú í leit að framherja og hefur Goncalo Ramos hjá Benfica verið mikið orðaður við félagið.
Athugasemdir
banner
banner