Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   fim 28. janúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Liverpool heimsækir Tottenham
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Tottenham tekur á móti Liverpool í London.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni á Síminn Sport. Michael Dawson, fyrrum varnarmaður Tottenham, verður sérfræðingur Síminn Sport í kringum leikinn.

Það hefur gengið afar illa hjá Englandsmeisturum Liverpool að undanförnu og datt liðið úr enska bikarnum gegn Manchester United um síðustu helgi. Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og kom sá sigur gegn krakkaliði Aston Villa í FA-bikarnum. Liverpool er í fimmta sæti og Tottenham er stigi á eftir með leik til góða.

Þegar þessi lið mættust fyrir rúmum mánuði síðan þá hafði Liverpool betur með dramatísku sigurmarki Roberto Firmino. Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagði eftirminnilega eftir leikinn að betra liðið hefði tapað. Það voru ekki allir sammála honum þar. Það verður gaman að sjá hvað gerist í kvöld.

fimmtudagur 28. janúar

ENGLAND: Premier League
20:00 Tottenham - Liverpool (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir