Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   lau 28. janúar 2023 15:24
Aksentije Milisic
Þungavigtarbikarinn: Stjarnan í 3. sæti eftir vító
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 3-3 Keflavík
Mörk Stjörnunnar: 
Adolf Daði Birgisson
Kjartan Már Kjartansson
Ísak Andri Sigurgeirsson.

Mörk Keflavíkur:
Sindri Þór Guðmundsson x2
Axel Ingi Jóhannesson.

Stjarnan og Keflavík mættust í dag í Þungavigtarbikarnum en spilað var í Garðabæ í hádeginu í dag.

Leiknum lauk með fjörugu jafntefli en eftir venjulega leiktíma var staðan 3-3. Keflavík lenti undir 1-0 í leiknum en komst svo í 3-1. Stjarnan skoraði svo tvö mörk seint í leiknum. Því fór leikurinn í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur og endar því liðið í þriðja sæti mótsins.

Adolf Daði Birgisson, Kjartan Már Kjartansson og Ísak Andri Sigurgeirsson gerðu mörk Stjörnunnar í leiknum. Sindri Þór Guðmundsson gerði tvö af mörkum Keflavíkur og Axel Ingi Jóhannesson skoraði eitt.

Daníel Gylfason, sem leikið hefur með Kórdrengjum undanfarin fjögur tímabil, lék með Keflavík í leiknum.

Á miðvikudaginn kemur mætast svo Breiðablik og FH í úrslitaleiknum á Kópavogsvellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner