Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. febrúar 2021 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City heldur pressu á Chelsea
Miedema kom Arsenal á bragðið og við það opnuðust flóðgáttir.
Miedema kom Arsenal á bragðið og við það opnuðust flóðgáttir.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Manchester City unnu stórsigra í úrvalsdeild kvenna í Englandi í dag.

Man City hefur verið á miklu skriði að undanförnu og þær eru tveimur stigum frá toppliði Chelsea eftir öruggan 0-4 útisigur á Birmingham í dag. Bandaríska landsliðskonan Sam Mewis átti stórleik, skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir City.

Arsenal átti í basli með að brjóta ísinn gegn Aston Villa en það tókst loks eftir tæplega klukkutíma leik. Þá skoraði hollenska markamaskínan Vivianne Miedema. Við það mark opnuðust flóðgáttirnar og lokatölur voru 0-4 fyrir Arsenal sem er með 26 stig í fjórða sæti, 12 stigum frá toppnum.

Everton hafði þá betur gegn Tottenham í hörkuleik, 2-3. Reynsluboltinn Jill Scott skoraði sigurmark Everton í leiknum. Everton er í fimmta sæti og Tottenham í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner