Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   sun 28. febrúar 2021 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Erum ennþá í kringum sætin sem eru spennandi
„Margir hafa afskrifað okkur, það er allt í góðu. Með öll þau vandamál sem við erum að eiga við þá erum við ennþá í kringum sætin sem eru spennandi. Það er eðlilegt að við erum gagnryndir," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 0-2 útisigur á Sheffield United í kvöld.

„Áætlunin var að halda áfram og gera réttu hlutina aftur, þegar við gerðum hlutina sem við vildum þá gátu þeir ekki varist okkur. Við hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik, við getum auðvitað bætt okkur."

Klopp var spurður út Roberto Firmino sem átti stóran þátt í öðru markinu. Bobby hélt hann hefði skorað en markið er skráð sem sjálfsmark.

„Hann skoraði, hverjum er ekki sama? Fyrir hann telur þetta, ef þetta verður ekki á skýrslunni skiptir það mig ekki máli."

„Við sköpuðum okkur fullt af færum og Andy Robertson hefði getað sett þrennu. Það var nauðsynlegt að halda hreinu og ég samgleðst Adrian með að halda hreinu."


Klopp var spurður út í framhaldið: „Við mætum Chelsea á fimmtudag og við verðum að sýna góða frammistöðu aftur. Við verðum að vinna leiki, við vitum það. Það er engin leið í Meistaradeildarsætin án þess að ná í úrslit," bætti Klopp við.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
5 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
6 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
7 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
8 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner