Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 21:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Gallagher skaut Chelsea áfram
Mynd: EPA

Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins eftir sigur á Championship liði Leeds í kvöld.

Eftir vonbrigðin um síðustu helgi í enska deildabikarnum voru leikmenn Chelsea væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld.

Það byrjaði hins vegar ekki vel þar sem Mateo Joseph kom Leeds yfir eftir skeilfileg mistök hjá Axel Disasi þegar hann átti sendingu á Moises Caicedo sem leikmaður Leeds komst inn í og Joseph fékk boltann að lokum og skoraði að öryggi.

Chelsea var ekki lengi að svara en það gerði Nicolas Jackson eftir sendingu frá Caicedo. Mykhailo Mudryk kom Chelsea síðan í forystu áður en flautað var til hálfleiks.

Joseph jafnaði metin fyrir Leeds eftir klukkutíma leik þegar hann skallaði boltann í netið.

Það stefndi í framlengingu þegar Conor Gallagher fékk boltann frá Enzo Fernandez og setti boltann snyrtilega í netið og tryggði Chelsea áfram í átta liða úrslitin þar sem liðið fær Leicester í heimsókn


Athugasemdir
banner
banner
banner